Um Ás smíði
Ás smíði var stofnað fyrir tæpum 20 árum af Ármanni Þór Sigurvinssyni, byggingafræðingi BFÍ og húsasmíðameistara. Ármann er félagi í Byggingafræðingafélagi Íslands, Meistarafélagi iðnaðarmanna og Meistarafélagi Hafnarfjarðar. Hann hefur starfað við nýsmíði og viðhald frá árinu 1991.
Ás míði hefur frá stofnun sinnt fjölbreyttum verkum. Fyrirtækið hefur alltaf kappkostað að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi. Það hefur vaxið með árunum og aflað sér víðtækrar þekkingar og reynslu á sviði byggingariðnaðarins á Íslandi.
Fyrirtækið sér um allt viðhald fasteigna, allt frá nýsmíði, innréttingasmíði, uppsteypu og sólpallasmíði, til alhliða viðhalds innanhúss og utan.
Ás smíði hefur á að skipa fagmönnum með mikla reynslu af nýsmíði og allskyns viðhaldi fasteigna. Við erum í samstarfi við fjölbreyttan hóp iðnaðarmanna sem við köllum til eftir þörfum, múrara, málara, pípulagningamenn, rafvirkja og blikksmiði.
Ás smíði gengur til verks með kjörorðin fagmennska, heiðarleiki og samstarf að leiðarljósi!